Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á gjafabréfum á Hellisbuinn.is. Skilmálarnir eru samþykktir með staðfestingu á kaupum, Um öll þau kaup og viðskipti sem koma til með að eiga sér í gegnum vefinn gilda þau landslög sem eiga við hverju sinni.

Neytandi, samkvæmt skilmálum þessum, er sá einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í gegnum vefsíðuna.

Seljandi, samkvæmt skilmálum þessum er TM2 ehf.

Hellisbuinn.is og leiksýningin Hellisbúinn er rekin af TM2 ehf, Bankastræti 10, 101 Reykjavík.

Samkvæmt lögum um neytendasamninga nr. 16/2016 hefur neytandi 14 daga frá því að samningur var gerður milli hans og seljanda eða frá því að neytandi fær vöru afhenta, ef sá dagur er síðar, til að hætta við kaupin án nokkurra skýringa og fá endurgreiðslu.

Neytandi sem vill nýta sér rétt til að falla frá samningi skal tilkynna seljanda það með sannanlegum hætti. Hafi neytandi notað þennan rétt sinn og fallið frá samningi þá er seljanda skylt að endurgreiða honum án nokkurs kostnaðar þær greiðslur sem hann hefur þegar innt af hendi. Slík endurgreiðsla skal fara fram eins fljótt og kostur er og eigi síðar en eftir 14 daga.